Fréttir & Greinar

Íþróttafélagið Þór óskar ykkur öllum gleðilegra jóla!

Okkar maður tilnefndur í vali á íþróttaeldhuga ársins

ÍSÍ og Lottó standa fyrir vali á íþróttaeldhuga ársins, sem er liður í að verðlauna sjálfboðaliða fyrir störf þeirra í þágu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar.

Nýtt hnefaleikanámskeið hefst 2. janúar

Hnefaleikadeildin verður með átta vikna hnefaleikanámskeið, boxþrek, á nýju ári.

Íþróttaskóli Þórs á annan í jólum, söfnun fyrir langveik börn

Bibbi verður með ókeypis tíma fyrir tveggja til fimm ára krakka í Íþróttaskóla Þórs á annan í jólum.

Lokað frá kl. 15 á Þorláksmessu - átt þú eftir að ná þér í Þórsvörur?

Athugið að afgreiðsla á jólakúlum, konfekti og öðru fylgir lokunartímum í Hamri. Í kvöld, 22. desember, er opið til kl. 20:30 og á morgun, Þorláksmessu, til kl. 15.

Jólamót Knattspyrnudeildar á annan í jólum

Ellefu lið þegar skráð til leiks. Lokað fyrir skráningu á aðfangadag.

Píludeildin fær viðurkenningu frá Scolia

Píludeild Þórs notar og hefur til sölu búnað frá Scolia, sjálfvirkan búnað fyrir stigatalningu og útreikning þegar keppt er í pílukasti.

Getraunapotturinn stefnir í 350 milljónir

Úrvalsdeildin í Englandi fer aftur af stað að loknu HM hléi og það verður risapottur í boði á annan í jólum.

Hvað er í gangi?

Lokað verður að mestu í Boganum og Hamri frá hádegi á Þorláksmessu þar til að morgni mánudagsins 2. janúar, með fáeinum undantekningum eins og sjá má á listanum hér að neðan. Yngri flokkar í fótboltanum eru í jólafríi, en æfingar hjá þeim hefjast aftur miðvikudaginn 4. janúar.

Íþróttafólk Þórs - kjöri lýst 6. janúar

Hin árlega samkoma Við áramót verður haldin í Hamri föstudagskvöldið 6. janúar 2023. Dagskráin verður hefðbundin og lýkur henni með því að íþróttakona og íþróttakarl Þórs verða krýnd.