Takk, sjálfboðaliðar!
05.12.2022
Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.