Fréttir & Greinar

Bóndadagur - snitzelveisla í Hamri (FRESTAÐ)

UPPFÆRT 18. JAN.: VIÐBURÐINU ER FRESTAÐ, UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ FINNA NÝJA DAGSETNINGU Föstudaginn 20. janúar, að kvöldi bóndadags, verður snitzelveisla, pub quiz og gaman í Hamri.

Rafíþróttir: Opinn kynningarfundur 12. janúar

Rafíþróttadeild Þórs stendur fyrir opnum kynningarfundi fyrir foreldra og önnur áhugasöm um starf deildarinnar fimmtudaginn 12. janúar kl. 17.

Handboltahappdrætti: Drætti frestað til 17. janúar

Enn er hægt að fá miða í jólahappdrætti Handknattleiksdeildar. Dregið verður 17. janúar.

Skráning í Deildakeppni Píludeildar stendur yfir

Deildakeppnin hefst mánudaginn 16. janúar, en skráningarfrestur er til kl. 18 sunnudaginn 15. janúar. Meðlimir Píludeildar hafa þátttökurétt.

Kjarnafæðismótið: Þór/KA vann Þór/KA2

Grannaslagur er kannski ekki rétta orðið, en liðin okkar tvö í Kjarnafæðismótinu mættust í Boganum í dag.

Margrét Árnadóttir frá Þór/KA til Parma

Margrét Árnadóttir hefur samið við ítalska félagið Parma Calcio 1913 sem spilar í efstu deild á Ítalíu.

KA/Þór með mikilvægan sigur á Selfossi

KA/Þór nældi sér í mikilvæg stig með fjögurra marka útisigri á Selfyssingum í dag.

Sandra María og Bjarni Guðjón íþróttafólk Þórs 2022

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Knattspyrnufólkið Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sandra María Jessen eru íþróttafólk Þórs 2022.

Íþróttafólk Þórs 2022 - tilnefningar deilda

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 verður lýst í hófi í Hamri í dag kl. 17. Valið fer þannig fram að deildum félagsins gefst kostur á að tilnefna karl og konu úr sínum röðum og aðalstjórn Þórs kýs síðan á milli þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru.

Ragnar og Kristján endurvöktu valið 1990

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.