Fréttir & Greinar

Handbolti: Arnór Þorri með 16 mörk í tapi

Þórsarar máttu þola eins marks tap gegn ungmennaliði Hauka þegar liðin mættust í Grill 66 deildinni í kvöld. Lokatölur 33-34. Arnór Þorri Þorsteinsson skoraði 16 mörk í leiknum.

Fjörug píluhelgi fram undan

Vikan hjá Píludeild Þórs hefur verið fjörug og nóg eftir, skemmtimót í kvöld, úrslit í Novis-deildinni og meistaramót í 501 á sunnudag.

Handbolti: Leikdagur og árskortasala hafin

Þórsarar mæta ungmennaliði Hauka í Grill 66 deildinni í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, föstudaginn 11. nóvember. Leikurinn hefst kl. 19:30, en húsið verður opnað fyrr, borgarar á grillinu.

Goðamót um helgina

Knattspyrnudeild Þórs heldur um helgina 71. Goðamótið, en mótin hafa verið haldin árlega frá því að Boginn var opnaður snemma árs 2003.

Minnum á eindaga félagsgjalda

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum í Íþróttafélaginu Þór hafa verið í heimabönkum félagsmanna um nokkurt skeið og eru nú komnir á eindaga. Leggjumst saman á árarnar og styðjum rekstur félagsins með því að greiða félagsgjöldin.

Fyrsti leikhluti varð Þór að falli í kvöld

Það má með sanni segja að afleit byrjun Þórs hafi orðið liðinu dýrkeypt í kvöld þegar Þór tapaði fyrir Ármanni með tveim stigum 60:58.

Hið ósýnilega afl - FYRIRLESTUR 24. NÓVEMBER

Dr. Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði, flytur fyrirlesturinn „Hið ósýnilega afl - Hvernig kúltúr mótar frammistöðu fjöldans“ í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 17. nóvember. Fyrirlesturinn er ætlaður íþróttaiðkendum, 12 ára og eldri, foreldrum, þjálfurum, stjiórnendum og öðrum sem áhuga hafa.

Handboltaveisla á föstudagskvöld

Þórsarar taka á móti ungmennaliði Hauka í sjöttu umferð Grill 66 deildarinnar föstudagskvöldið 12. nóvember kl. 19:30.

Tvær frá Þór/KA í byrjunarliði U19

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hófu leik með U19 landsliðinu í undanriðli fyrir EM 2023 núna í morgun kl. 9:00. Leiknum er streymt beint á YouTube.

Þrír leikmenn kveðja - Takk strákar!

Þrír leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Þórs eftir síðasta tímabil.