Fréttir & Greinar

Okkar menn á bikarmóti HNÍ - sigur og tap

Tveir fulltrúar Þórs kepptu á bikarmóti Hnefaleikasambands Íslands.

Þór tekur á móti Snæfelli

Á morgun, miðvikudag tekur Þór á móti Snæfelli í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Bikarleik í Eyjum frestað öðru sinni / og þriðja...

UPPFÆRT: Bikarleiknum hefur verið frestað til 14. desember. Stelpurnar í KA/Þór áttu að fara til Eyja í dag og mæta ÍBV í bikarkeppni HSÍ en leiknum hefur verið frestað til morguns. Liðin mætast aftur á laugardag í deildinni, á Akureyri.

U19 áfram í milliriðil EM

Okkar drengir komu báðir inn á sem varamenn í sigri á Kasakstan í dag. Íslenska liðið tryggði sér sæti í milliriðli.

Stevce Alusovski sagt upp störfum

Handknattleiksdeild Þórs hefur sagt þjálfara meistaraflokks karla, Stevce Alusovski, upp störfum. Halldór Örn Tryggvason kemur úr fæðingarorlofi og mun stýra liðinu.

Myndir frá Hreinsitæknimótinu í körfubolta

Alls mættu 25 lið til leiks en þau komu frá fjórum félögum þ.e. Þór, Höttur, Samherjar og Tindastóll. Mótið var fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára og voru þátttakendur á annað hundrað.

Jón Stefán hættur störfum hjá Þór

Jón Stefán Jónsson hætti störfum hjá Íþróttafélaginu Þór núna í nóvember þegar honum bauðst starf við þjálfun fyrir sunnan.

Aron Máni og Bjarmi Fannar til Dalvíkur/Reynis

Þórsararnir Aron Máni Sverrisson og Bjarmi Fannar Óskarsson eru gengnir til liðs við Dalvík/Reyni.

Tap og forföll lykilmanna hjá KA/Þór

KA/Þór tapaði með tveggja marka mun fyrir toppliði Vals í Olísdeildinni í handbolta í gær. Liðið er áfram í 5. sæti deildarinnar, sem er orðin nokkuð tvískipt.

Aron Ingi og Bjarni Guðjón spiluðu í tapi gegn Frökkum

Þórsararnir Aron Ingi Magnússon og Bjarni Guðjón Brynjólfsson voru í byrjunarliði U19 ára landsliðs Íslands gegn Frökkum í undankeppni EM í gær.